Fámenn kröfuganga á Selfossi

Kröfuganga á Selfossi þann 1. maí. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Egill Bjarnason

Nokkrir tugir fólks gengu í kjölfar hestamanna, lögreglu og lúðrasveitar í kröfugöngu eftir Austurveginum á Selfossi í morgun.

Að lokinni kröfugöngunni var dagskrá við Hótel Selfoss. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, flutti hátíðarræðu og nemendur úr FSu ræddu framtíðarsýn sína. Ingó Veðurguð sló síðan botninn í dagskrána með gítarspili og söng.

Fyrri grein„Dágóður slatti af óskhyggju“
Næsta greinAndrés aðstoðar Álfheiði