Nokkrir tugir fólks gengu í kjölfar hestamanna, lögreglu og lúðrasveitar í kröfugöngu eftir Austurveginum á Selfossi í morgun.
Að lokinni kröfugöngunni var dagskrá við Hótel Selfoss. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, flutti hátíðarræðu og nemendur úr FSu ræddu framtíðarsýn sína. Ingó Veðurguð sló síðan botninn í dagskrána með gítarspili og söng.