Fámennisáætlanir virkjaðar í leikskólum

Leikskólinn Árbær á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Leikskólar Árborgar hafa þurft að virkja svokallaðar fámennisáætlanir síðustu daga vegna mikilla COVID-veikinda í starfsmannahópunum.

Undanfarna daga hefur fámennisáætlunin verið í gildi á Álfheimum og Árbæ og í dag bættust Jötunheimar í hópinn.

Fámennisáætlunin hefur í för með sér lokanir á deildum hluta úr degi og þar sem einangrunartími Covid-19 smitaðra einstaklinga eru fimm dagar sjá leikskólarnir fram á að áætlunin verði í gildi að minnsta kosti út þessa viku og mun það hafa áhrif á flestar leikskóladeildir á einhverjum tímapunkti.

Foreldrar hafa verið hvattir til þess að tilkynna veikindi og frí sem fyrst til leikskólanna svo unnt sé að meta stöðuna dag frá degi.

Fyrri greinRauð viðvörun á Suðurlandi
Næsta greinHellisheiðin lokuð – flestir vegir á óvissustigi