Heitt vatn streymir nú úr borholu á Efstalandi í Ölfusi en starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða komu niður á heitt vatn þar í gær.
Björn Kristjánsson, ferðaþjónustubóndi á Efstalandi lét bora eftir vatni til að kynda íbúðarhúsið á jörðinni. Úr holunni streymir nú nægt vatn til að hita fjögur hundruð einbýlishús. Björn hvetur aðrar bændur til að láta bora hjá sér.
Það var borinn Nasi frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða, sem var notaður við verkið en vatnið fannst á um 1200 metra dýpi. Í fréttum RÚV kom fram að starfsmenn Ræktunarsambandsins eru hæstánægðir með árangurinn á Efstalandi.