Fanney ráðin skólastjóri

Fanney Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra Grunnskólans í Hveragerði. Ákvörðun um ráðningu hennar var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku.

Alls bárust átján umsóknir um starfið. Capacent vann úr umsóknum og hafði umsjón með úrvinnslu málsins.

Fanney hefur B.Ed. gráðu af raunvísindasviði grunnskólabrautar Háskólans á Akureyri og M.Ed gráðu í skólastjórnun frá sama skóla. Fanney hefur ellefa ára farsæla reynslu af skólastjórnun. Hún var ráðin skólastjóri við sameiningu Hamarsskóla og Barnaskólans í Vestmannaeyjum árið 2006. Fanney var áður skólastjóri í Þistilfirði.

Hún hefur auk þess setið m.a. í stjórn Skólastjórafélags Suðurlands, í landsstjórn Samtaka fámennra skóla og verið formaður Skólastjórafélags á Norðurlandi eystra.

Fanney mun formlega taka við í upphafi næsta skólaárs þegar Guðjón Sigurðsson lætur af störfum.

Fyrri greinMargrét Bóasd: Þakkir fyrir glæsilegan tónlistarviðburð
Næsta greinFimm efstu hjá Hægri grænum