Sjötugur Ítali sem leitað var að í grennd við bæinn Hjálmsstaði austan við Laugarvatn síðdegis í dag fannst rétt í þessu heill á húfi. Þetta er annað leitarútkall björgunarsveitanna á Suðurlandi í dag.
Um hálffimmleytið í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út til leitar að manninum en hann hafði farið í gönguferð rétt fyrir hádegi en skilaði sér ekki tilbaka.
Maðurinn var ágætlega útbúinn en þó vanbúinn til fótanna til gönguferða við þær aðstæður sem nú eru. Á svæðinu var myrkur, lágskýjað og mugga og því voru aðstæður til leitar ekki ákjósanlegar.
Einnig voru kallaðir út allir vélsleðahópar á höfuðborgarsvæðinu.
Það voru björgunarsveitarmenn af svæðinu sem fundu manninn sem liklegast hafði villst af leið en haldið kyrru fyrir sem voru hárrétt viðbrögð. Að sögn björgunarsveitarmanna var afar ljúft að finna manninn í góðu ástandi og líklega fátt betra en að enda árið á þennan máta.
UPPFÆRT 17:37