Fannst látinn í hellinum

Björgunarmenn komust að og náðu íslenskum karlmanni á sjötugsaldri úr íshelli í Blágnípujökli á tólfta tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Samferðafólk mannsins var flutt í skála í Kerlingafjöllum og verður flutt áfram þaðan til byggða. Veður hefur hamlað flugi og það var ekki fyrr á öðrum tímanum í nótt að veðrið gerði flugmönnum Landhelgisgæslunnar kleift að fljúga af vettvangi.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins en þau liggja ekki fyrir enn sem komið er.

Björgunaraðgerðin var mjög viðamikil og í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi er björgunaraðilum þakkað, hvort sem þeir koma úr björgunarsveitum, slökkviliðum, frá Landhelgisgæslu eða sjúkraflutningum eða ferðaþjónustuaðilum sem veittu mikilvæga aðstoð kærlega, fyrir vinnuframlag þeirra og framlagningu á tækjum, búnaði og aðstöðu.

TENGDAR FRÉTTIR:
Leita manns í íshellinum í Blágnípujökli

Fyrri greinMílan hafði betur í botnslag
Næsta greinKristinn Þór Íslandsmeistari