Fannst látinn í Reynisfjalli

Benedek Incze, sem leitað hefur verið að í Vík í Mýrdal frá því á mánudag, fannst látinn í Reynisfjalli í gærkvöldi.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en ekki er talið að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti.

Benedek var ungverskur ríkisborgari og starfaði hjá Smiðjunni brugghúsi í Vík. Á Facebooksíðu fyrirtækisins eru öllum þeim sem komu að leitinni færðar einlægar þakkir.

„Hlýhugur og samstaða allra í samfélaginu og þeirra viðbragðsaðilla sem að leitinni komu hefur verið ómetanleg og hefur snert okkur öll,“ segir í tilkynningu Smiðjunnar.

Bæna- og samverustund var haldin í Víkurkirkju í Mýrdal í gærkvöldi vegna hvarfs Benedek.

Fyrri greinEkki nóg að vera með ljósin á „auto“