Farþegar þurfa að panta rútumiða

Fyrirtækið Bílar og fólk ehf. Sterna og Vegagerðin hafa gert með sér samkomulag um framlengingu sérleyfisaksturs vegna ársins 2011.

Nýtt fyrirkomulag verður á þremur leiðum á Suðurlandi þar sem farþegar sem ætla sér að nýta rútuna verða að panta far með ákveðnum fyrirvara fimm daga vikunnar. Þetta eru leiðirnar Reykjavík – Selfoss – Reykholt – Laugarvatn, Reykjavík – Selfoss – Flúðir og Reykjavík – Þorlákshöfn.

Panta þarf far í ferðir á mánudögum til fimmtudags og morgunferðir á föstudögum. Ef enginn hringir og pantar þá verður ekki farið í þá ferð. Ferðirnar eru auglýstar áætlunarferðir þannig að sá sem hringir er bundinn þeirri tímasetningu sem auglýstur er.

Ferðir sem auglýstar eru síðdegis á föstudögum og sunnudögum verða alltaf eknar og þarfnast ekki upphringingar.

Í fréttatilkynningu frá Bílar og fólk ehf. kemur fram að samkomulag sé um þetta fyrirkomulag til 1. maí og hefur Vegagerðin heimild til að endurskoða þessi ákvæði og falla frá þessu fyrirkomulagi ef þetta verður ekki nýtt.

Samningur um akstur frá Reykjavík í Hvergerði, á Selfoss, Hellu, Hvolsvöll, í Landeyjahöfn, til Víkur og Kirkjubæjarklausturs er óbreyttur.

Fyrri greinInnbrot á Nesjum
Næsta greinLítil umferð um jólin