Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þremur einstaklingum vegna rannsóknar á meintri fjárkúgun, frelsissviptingu og manndrápi.
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur einnig lagt fram kröfu um gæsluvarðhald yfir einstaklingi sem handtekinn var í gærkvöldi en þá hafa alls verið gerðar kröfur um gæsluvarðhald yfir sjö einstaklingum í málinu.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að rannsókn málsins miði vel og nýtur lögreglustjórinn á Suðurlandi aðstoðar frá embættum ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara.