Enn er unnið að því að hífa vöruflutningabíl upp eftir að hann valt á hliðina útaf Suðurlandsvegi, neðst í Kömbunum síðdegis í dag.
Tvo kranabíla þarf til verksins en töluverðan tíma tók að afferma bílinn sem flutti byggingarefni.
Ökumaðurinn slapp án meiðsla og getur þakkað það bílbeltunum að sögn lögreglu. Bifreiðin er óökufær en slysið er rakið til þess að farmurinn hafi losnað inni í bílnum og kastað honum til í neðstu beygjunni í Kömbunum.