Herjólfur er stopp í Þorlákshöfn vegna bilunar. Farþegar sem áttu bókað í ferð frá Þorlákshöfn kl. 20:45 í kvöld hafa annað hvort yfirgefið ferjuna eða munu gista um borð.
Bilun kom upp í stefnishurð ferjunnar og núna á öðrum tímanum stendur viðgerð enn yfir. Í tilkynningu frá Herjólfi segir að óvíst sé hvenær Herjólfur kemur til með að leggja frá bryggju í Þorlákshöfn.
Í umræðum á Facebooksíðu Herjólfs er fólk misánægt með stöðu mála, sumir kvarta yfir samskiptaleysi við farþega á meðan aðrir hyggjast láta fara vel um sig í hamingjunni í Þorlákshöfn.
UPPFÆRT: Herjólfur sigldi frá Þorlákshöfn kl. 02:15 og kom til Vestmannaeyja þremur klukkutímum síðar.