Björgunarsveitir aðstoðuðu þrisvar sinnum ferðamenn sem fest höfðu bíla sína á fjörum í V-Skaftafellssýslu í síðustu viku.
Á föstudag bárust tvær beiðnir um aðstoð en þar höfðu ferðamenn í báðum tilfellum fest bifreiðar sínar á Víkurfjöru við Vík í Mýrdal. Lögreglan sendi þeim aðstoð úr Vík.
Á mánudaginn í síðustu viku barst beiðni um aðstoð við erlenda ferðamenn sem höfðu fest bifreið sína á veginum niður að Skaftárósafjöru. Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri fór til aðstoðar mönnunum.