Fastir í á í Jökuldölum

Eftir hádegi sl. sunnudag barst neyðarkall frá erlendu pari sem fest hafði bifreið sína úti í á í Jökuldölum við Landmannaleið milli Landmannalauga og Eldgjár.

Fólkið gat ekki staðsett sig nákvæmlega en taldi sig vera í um 20 km fjarlægð frá Landmannalaugum. Félagar úr Björgunarsveitinni Stjörnunni í Skaftártungu fóru á vettvang, náðu í fólkið og fluttu það að Hörgslandi. Fólkið var kalt og blautt en ekkert amaði að því að öðru leyti.

Bílaleigubíll sem þau voru á var skilinn eftir þar sem hann var óökufær en vatn hafði farið inn á mótor bílsins.

Fyrri greinÞýfi fannst á Selfossi
Næsta grein„Ökuhraðinn út í hött“