Verði ekki aukning í fjárveitingu til þjónustu við fatlaða telja sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi ekki annað vænlegt en að ríkið taki aftur við málaflokknum.
Þetta er niðurstaða vorfundar byggðasamlags þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi vegna þjónustu við fatlað fólk.
Telja fulltrúar sveitarfélaganna að endurskoðun á samningi ríkis og sveitarfélaga verði að fara fram strax, og að með nýjum samningi sé gert ráð fyrir nægjanlegu fjármagni til rekstursins. Þá verði að fjölga úrræðum fyrir þjónustunotendur.
Í ljós hefur komið að hallarekstur á þjónustunni var um 68 milljónir króna á síðasta ári.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu