Vörubíll með tengivagni fauk út af Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli við Þórustaðanámu á tólfta tímanum í morgun.
Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Tengivagninn er gjörónýtur og bíllinn sýnist töluvert skemmdur. Ekki verður farið í að koma honum aftur upp á veg fyrr en lægir.
Björgunarfélag Árborgar var kallað út til að bjarga verðmætum úr tengivagninum.
Mjög hvasst er undir Ingólfsfjalli og miklir sviptivindar. Lögreglan á Selfossi varar því fólk við að vera mikið á ferðinni.