Feðgar unnu í Lottóinu

Vinningshafinn frá síðasta laugardegi hefur skilað vinningsmiðanum til Getspár en hann vann 15,5 skattfrjálsar milljónir í Lottóinu og lukkumiðinn var keyptur í Krambúð á Selfossi.

Miðinn var tíu raða sjálfvalsmiði með Jóker.

Vinningshafinn, sem er karlmaður á miðjum aldri, fór á heimasíðuna lotto.is á sunnudagskvöldið og sá þá að hann var með allar tölur réttar í næst neðstu línunni.

Sonur hans var staddur hjá honum í heimsókn og staðfesti tölurnar og það skemmtilega vildi til að sonur hans fékk líka vinning en hann var með fjórar réttar tölur á sínum miða sem hann er með í áskrift og vann rúmlega 28 þúsund krónur, skemmtileg tilviljun þar.

Vinningshafinn ætlar sér að greiða niður skuldir og skreppa til útlanda í eina viku núna í vor.

Fyrri greinLaugardagsplokk í Árborg
Næsta greinEin umfangsmesta kannabisræktun landsins upprætt í Þykkvabæ