Fékk aðsvif og keyrði á

Ökumaður fólksbíls fékk aðsvif með þeim afleiðingum að hann keyrði aftan á jeppa á Heiðmörk í Hveragerði í dag.

Hann var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi en báðir bílarnir eru talsvert skemmdir.

Ökumaðurinn var einn í bílnum en tveir voru í jeppanum. Þeir kenndu sér einskis meins. Að sögn lögreglunnar var ökumaðurinn hálfvankaður eftir slysið, eflaust vegna aðsvifsins, og var hann því færður undir læknishendur.

Jeppinn er talsvert skemmdur og fólksbíllinn óökufær.

Fyrri greinManngerðir skjálftar trufla vöktun Kötlu
Næsta greinHamar tapaði heima