Fékk falsaðan fimmþúsundkall í Kolaportinu

Kona, sem hafði á dögunum verslað í Kolaportinu, fékk til baka fimmþúsund króna seðil sem reyndist falsaður.

Konan áttaði sig ekki á þessu fyrr en síðar og til að fá fullvissu um að seðillinn væri falsaður fór hún með hann í Landsbankann á Hvolsvelli. Þar sannreyndu starfsmenn bankans að seðillinn væri falsaður.

Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinLausamöl á þjóðveginum olli tjóni á bílum
Næsta greinDróst áfram með hesti