Heilbrigðisstofnun Suðurlands fékk þrjár veglegar gjafir við vígsluna á síðasta hluta nýbyggingarinnar í síðustu viku, samtals að verðmæti 2,5 milljónir.
Helga Hallgrímsdóttir frá Kvenfélagi Selfoss færði Hsu augnskoðunartæki að verðmæti rúmlega 710 þúsund krónur. Tækið kemur í stað eldra tækis sem félagið gaf fyrir 30 árum.
Þá flutti Birgir Árdal, formaður Lionsklúbbs Selfoss, ávarp og færði Hsu gjafabréf upp á 1,2 milljónir fyrir Ropox standgrind, Normark þrekhjól og TNS tæki. Lionsklúbbarnir allir í Árnessýslu sameinuðust síðan um að gefa tvö styrktarþjálfunartæki að verðmæti 600 þúsund og færði Tómas Jónsson, svæðisstjóri Lions í Árnessýslu, HSu gjafabréf.