Fékk skilorðsbundinn dóm fyrir innbrot

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag Reykvíking á fertugsaldri í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi, m.a. fyrir innbrot í tvö sumarhús í Úthlíð síðasta sumar.

Manninum var gefið að sök að hafa, ásamt félaga sínum, brotist inn í tvö sumarhús í landi Úthlíðar í Biskupstungum í ágúst í fyrra. Úr húsunum stálu þeir meðal annars fjórum sjónvarpstækjum auk fleiri raftækja, áfengis og verkfæra.

Áður en lagt var upp í ránsferðina stal maðurinn bílnúmeraplötum af bíl á Selfossi og færði yfir á bílinn sinn.

Maðurinn játaði skýlaust sök fyrir dómara og með tilliti til sakaferils hans ákvað Sólveig Ingadóttir, aðstoðarmaður dómara, að skilorðsbinda refsinguna til tveggja ára.

Manninum var gert að greiða rúmar 250 þúsund krónur í sakarkostnað og verjandalaun.

Fyrri greinHelgin með besta móti hjá Selfosslöggunni
Næsta greinAllt svart í Landeyjahöfn