Fjórtán mánaða gömul stúlka var flutt á bráðamóttöku Landspítalans með sjúkrabíl frá Selfossi um kl. 16 í dag eftir að hafa fengið yfir sig sjóðandi vatn.
Foreldrar stúlkunnar voru að sjóða vatn á hellu og litu frá því í örstutta stund en á þeim tíma teygði stúlkan sig í pottinn og fékk sjóðandi heitt vatnið yfir sig.
Atvikið átti sér stað í Þorlákshöfn og keyrðu foreldrar stúlkunnar til móts við sjúkrabíl frá Selfossi. Þegar á sjúkrahúsið á Selfossi var komið var tekin ákvörðun um að fara með hana til Reykjavíkur.
Stúlkan brenndist á fingrum og tám og var einnig með roða á bringu, samkvæmt upplýsingum lögreglu.