Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður allt tómstundastarf aldraðra á Níunni í Þorlákshöfn næstu tvær vikur hið minnsta.
Ákvörðunin er tekin í ljósi fjölgunar smita í nærsamfélaginu og með tilliti til fólks sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma.
Félagsstarfið fellur niður frá 27. október til 9. nóvember en öll önnur þjónusta við eldri borgara verður óbreytt. Í tilkynningu frá starfsfólki Níunnar er fólk hvatt til að huga að sóttvörnum og forðast mannamót að óþörfu.