Á 1. maí féll kona af hestbaki í hesthúsahverfinu í Þorlákshöfn. Konan var að temja hestinn sem hún sat, þegar hesturinn hrasaði og konan féll af baki.
Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að talið var að konan hefði fótbrotnað og því var hún flutt á heilsugæslustöðina á Selfossi til rannsóknar.
Einnig er greint frá því í dagbókinni að ökumönnum sem fara yfir hámarkshraða fjölgi nú með hækkandi sól. Í síðustu viku voru 40 kærðir fyrir hraðakstur. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur og átta fyrir önnur brot.