Féll af þaki í Rangárþingi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðustu tvo sólarhringa hefur lögreglan á Suðurlandi kært fimm ökumenn fyrir of hraðan akstur í umdæminu. Sá sem ók hraðast var á 165 km/klst á Suðurlandsvegi, vestan við Hellu. Sá á yfir höfði sér háa sekt og sviptingu ökuréttar.

Einn ökumaður var stöðvaður og reyndist ekki með tilskilin réttindi til aksturs og annar var stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Umferðareftirlit lögreglunnar stöðvaði tvo ökumenn atvinnutækja, þar sem ekið var án ökumannskorts í ökurita.

Þá voru tvö slys tilkynnt til lögreglunnar. Í öðru tilfellinu féll ferðamaður af steini við Seljalandsfoss og í hinu tilfellinu féll einstaklingur af þaki húss í Rangárþingi. Báðir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Fyrri grein64 umsóknir um sex íbúðarhúsalóðir á Borg
Næsta greinÞór byrjar á heimasigri