Tíu umferðaróhöpp urðu í Árnessýslu í vikunni og minni háttar slys á fólki í þremur þeirra. Þá slasaðist knapi við tamningar og húsbóndi sem var að taka niður jólaseríu.
Ung kona féll af hestbaki við tamningar inni í reiðhöll. Hundur hljóp fyrir hestinn sem fældist með þeim afleiðingum að kona féll af baki og hesturinn lenti á henni. Hún mun hafa sloppið með minni háttar meiðsli.
Þá féll karlmaður fjóra metra úr stiga þegar hann var að taka niður jólaséríu af húsi sínu. Hann fann til eymsla í baki og var fluttur á slysadeild Landspítalans til skoðunar.