Á þemadögum í Hvolsskóla á Hvolsvelli í síðustu viku gafst nemendum skólans tækifæri til þess að skoða og upplifa ýmislegt í samfélaginu.
Meðal annars voru slökkviliðið og sjúkraflutningamenn með sýningu á því hvernig þessar starfsstéttir bera sig að þegar komið er að bílslysi.
Fólk var klippt út úr bílum og sjúkraflutningamenn aðstoðuðu slasaða í bíl og báru í sjúkrabílinn.