Fengu fjandsamlegar móttökur á sunnlenskum veitingastað

Ljósmynd/ASÍ

Eftirlitsfulltrúar vinnustaðaeftirlits ASÍ og stéttarfélaganna fengu fjandsamlegar móttökur frá eiganda veitingastaðar á Suðurlandi í síðustu viku, og reyndi hann að koma í veg fyrir að eftirlitsfulltrúar ræddu við starfsfólkið.

Þetta kemur fram í dagbókarfærslu á Facebooksíðu ASÍ.

Eftirlitsfulltrúum tókst að lokum að ræða við einn starfsmann staðarins og afhentu honum upplýsingabæklinga til að dreifa til samstarfsfólks síns. Ekki náðist að ræða við starfsfólk í eldhúsinu en þar starfa einstaklingar sem tala hvorki íslensku né ensku og grunur leikur á að þau fái ekki rétt laun. Vinnumálastofnun hefur verið gert viðvart og munu eftirlitsfulltrúar ASÍ kalla eftir launaseðlum og ráðningarsamningum starfsfólksins.

Auk þessarar heimsóknar ræddu eftirlitsfulltrúarnir við erlenda leiðsögumenn á jafnaðarkaupi, sem höfðu ekki fengið desemberuppbót, og voru þeir hvattir til að fá aðstoð stéttarfélags síns við að reikna út hver laun þeirra ættu að vera.

Fyrri greinHlutnum eytt og málinu lokað
Næsta greinKomu FSu á kortið