Á dögunum var Grænfáninn afhentur Hvolsskóla á Hvolsvelli í þriðja sinn. Fáninn er umhverfisviðurkenning til skóla og leikskóla og er hann veittur til tveggja ára í senn.
Innleiða þarf markvissa umhverfisáætlun og þurfa skólar að uppfylla fjölþætt skilyrði til þess að fá fánann.
Til þess að fá endurnýjun að tveim árum liðnum verður skólinn svo að sýna fram á að þróun hafi orðið í umhverfisstefnu hans.
Margir skólar og leikskólar á Suðurlandi hafa fengið Grænfána, þar á meðal Grunnskólarnir í Hveragerði, Þorlákshöfn og Hellu auk leikskólanna Æskukots og Heklukots.