Ágústa Arna, sem lamaðist fyrir neðan brjóst í slysi á Selfossi fyrir stuttu, birti á dögunum lag á Facebook-síðu sinni og skrifaði einungis við það ,,Of snemmt?".
Lagið sem hún póstaði var Can´t walk away með Herberti Guðmundsson og sýnir þetta einstakan húmor manneskju sem vinnur nú í andlegri og líkamlegri endurhæfingu eftir alvarlegt slys.
Á fimmtudagskvöldið kl. 21 verða haldnir styrktartónleikar fyrir Ágústu Örnu í Hótel Selfossi þar sem koma fram m.a. Páll Óskar, Ari Eldjárn, Hreimur Örn, Kiriyama family, Stuðlabandið og fleiri. Ágústa er að vonum spennt fyrir kvöldinu og bað skipuleggjendur þess um að finna einhvern sem gæti spilað fyrrnefnt lag fyrir hana á tónleikunum.
Aðeins kom einn maður til greina í verkið og nú hefur Herbert Guðmundsson sjálfur boðað komu sína í hótelið á fimmtudaginn til að taka Can´t walk away fyrir Ágústu og gesti styrktarkvöldsins.
Allar nánari upplýsingar um styrktarkvöldið og uppboðið sem er í gangi fyrir Ágústu Örnu er að finna hér.
Hér að neðan má sjá mynd af Facebook-póstinum frá Ágústu.