Fengu styrk úr Listskreytingar-sjóði

Grímsnes- og Grafningshreppur hefur hlotið 1,5 milljón króna styrk frá Listskreytingasjóði ríkisins til þess að setja upp útilistaverk við Kerhólsskóla.

Listaverkið er þáttur í þróunarverkefninu „Til móts við náttúruna“ sem nemendur og starfsmenn skólans hafa unnið að síðan í ársbyrjun 2010. Listaverkið mun taka mið af sögu og náttúru sveitafélagsins en um leið hafa skírskotun í félagslegt og myndrænt samhengi umhverfisins.

Sveitarstjórn fagnaði því á síðasta fundi sínum að hafa fengið úthlutun úr sjóðnum og samþykkti að leggja allt að hálfri milljón króna til verkefnisins.

Fyrri greinGrýlupottahlaupið að byrja
Næsta greinÖldungaráðinu boðið í hafragraut í barnaskólann