Ferðaþjónustubændur leggja sinn eigin ljósleiðara

„Við erum orðin þreytt á að bíða eftir að einhver annar geri þetta,“ segir Hörður Davíðsson, ferðaþjónustubóndi í Efri-Vík í Skaftárhreppi, sem rekur þar hótel Laka ásamt fjölskyldu sinni.

Þar er nú verið að leggja ljósleiðara, alls rúma fimm kílómetra leið, á kostnað fyrirtækisins.

„Þetta er alveg hægt, það eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara í þessum efnum,“ segir Hörður, sem fjárfesti í ljósleiðararúllunni og kostar jafnframt lagningu leiðarans að Efri-Vík frá tengistöð Landsnets á Kirkjubæjarklaustri.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinTíu frá Selfossi á NM
Næsta greinHaukar höfðu betur í bleytunni