Slysavarnafélagið Landsbjörg vill beina þeim ummælum til ferðafólks að hafa góðar gætur á veðurspám næsta sunnudag og mánudag.
Veðurstofan hefur sent út aðvörun þar sem spáð er stormi víða um land ásamt rigningu og jafnvel snjókomu.
Félagið beinir því þess vegna til ferðalanga og annara að skipuleggja ferðir sínar þannig að ekki skapist erfiðleikar eða hætta. Best er að halda kyrru fyrir meðan veðrið gengur yfir.
Ferðalöngum er bent á að alltaf má fylgjast með ferðaaðstæðum á www.safetravel.is og veðurspá á www.vedur.is. Grunnatriði í ferðalögum er að skilja eftir ferðaáætlun sína en slíkt má gera á vefnum www.safetravel.is.