Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað ísraelskan ríkisborgara í farbann til 3. október vegna rannsóknar á meintu blygðunarsemisbroti á Selfossi í fyrradag.
Fram hefur komið í fréttum að maðurinn hafi stundaði sjálfsfróun í bíl fyrir utan Vallaskóla og íþróttahúsið Iðu. Nemendur í FSu sáu til mannsins og sendu myndskeið af athæfi hans til lögreglu.
Maðurinn var handtekinn af lögreglunni á Suðurnesjum í fyrrinótt, þegar hann hugðist fara af landinu, og í framhaldi af því vistaður í fangageymslum á Selfossi í þágu rannsóknar málsins.
Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi en tölvurannsóknardeild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra aðstoða við rannsóknina.