Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan fjögur í nótt vegna tveggja ferðamanna sem héldu til í tjaldi á Fimmvörðuhálsi en voru orðnir blautir og kaldir.
Mikill vindur og úrkoma var á svæðinu í nótt og gekk á með slydduéljum, en veður fer batnandi.
Á sjöunda tímanum í morgun var björgunarsveitafólk komið upp á Fimmvörðuháls á vélsleðum á leið á svæðið þar sem talið er að ferðamennirnir væru.
Þá var björgunarsveitarfólk flutt af höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar, en þyrlan varð að lenda í Básum í Þórsmörk vegna þess að hún gat ekki athafnað sig á vettvangi vegna veðurs.
Ferðamennirnir fundust á sjöunda tímanum í morgun og fengu þurr föt og næringu og amaði ekkert að þeim.