Ferðast með nýja loftgæðamælinn

Fyrir skömmu kom loftgæðamælir Almannavarna Árnessýslu á Selfoss og var hann strax settur í gang. Niðurstaða úr fyrstu mælingu var góð, gildið var 0.

„Lögreglan mun nú ferðast með mælinn um sýsluna og taka mælingu hér og þar til að fá mynd af loftlagsmálum. Eftir u.þ.b. mánuð kemur fastur mælir á Selfoss sem sendir sjálfkrafa upplýsingar inn á vef Umhverfisstofnunar,“ segir Kristján Einarsson, framkvæmdastjóri Almannavarna.

Hann bætti því við að almannavarnir fundi á hverjum mánudegi og föstudegi á símafundi með vísindaráði Almannavarna ríkisins. Þar er farið yfir stöðu mála hverju sinni og síðan metið hvort ástæða er til aðgerða af hálfu almannavarna á hverjum stað.

Fyrri greinUngmennafélag Selfoss heldur Selfossþorrablótið
Næsta greinVinnuskúr eyðilagðist í rokinu