Fer dræmt af stað

Netaveiði í Þjórsá hefur farið dræmt af stað og veiði verið í minna lagi að sögn Einars H. Haraldssonar, bónda á Urriðafossi.

Einar sagðist kunna litlar skýringar á dræmri veiði fyrir utan að heldur lítið vatn væri í ánni auk þess sem hún væri ákaflega tær. Af því mætti ráða að litlu væri hleypt framhjá vatnsmiðlunarlónum nú.

Hafa verður í huga að veiði var einnig dræm framan af síðasta sumri og sagðist Einar halda að veiðin væri jafnvel heldur skárri núna.

Einar hóf netaveiði sína þann 12. júní sl.

Fyrri greinAlvarlegum slysum fjölgaði mest á Suðurlandi
Næsta grein28 kórar á Suðurlandi