Björgunarsveitin Stjarnan í Skaftártungu fékk beiðni um aðstoð um klukkan fimm í dag frá ferðalöngum sem sátu fastir í bílaleigubíl sínum á Fjallabaksleið nyrðri.
Ferðamennirnir voru á litlum, fjórhjóladrifnum húsbíl en sátu fastir í snjó um það bil þremur kílómetrum innan við Hólaskjól.
Stjörnumenn fóru á vettvang, losuðu bílinn og fylgdu fólkinu til byggða.