Fjórir lögreglumenn voru sendir í Bása í Goðalandi í Þórsmörk vegna ágreinings ferðamanna aðfaranótt laugardags.
Fréttastofa RÚV hefur þetta eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Samkvæmt tilkynningunni sem lögreglu barst hafði ferðamaður hótað öðrum manni ofbeldi og því voru lögreglumennirnir sendir á staðinn. Þegar þangað var komið varð ljóst að málið var ekki jafn alvarlegt og í fyrstu var talið. Ferðamaðurinn var samt sem áður handtekinn og fluttu lögreglumenn hann til byggða.