Björgunarsveitir voru kallaðar út um klukkan tíu í gærkvöldi eftir að ferðamenn festu bíl sinn í Markarfljóti við Laufafell.
Ríkisútvarpið greinir frá þessu og hefur eftir Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, að útkallið hafi verið talið alvarlegt í fyrstu þar sem fólkið komst ekki í land og sat fast í bílnum.
Fólkið komst hins vegar úr bílnum og á land af sjálfsdáðum, áður en björgunarsveitir komu á vettvang. Bíllinn var dreginn upp úr ánni og fólkið var komið til byggða rétt eftir miðnætti.