Fergja þakdúk með vörubíladekkjum

Björgunarfélag Árborgar var kallað út um miðjan dag í dag þar sem þakdúkur var farinn að losna á hótelálmu Hótel Selfoss.

Brugðið var á það ráð að lyfta vörubíladekkjum upp á þakið og þau voru notuð til þess að fergja dúkinn. Fimm björgunarsveitarmenn sinna útkallinu auk starfsmanna Ræktunarsambands Flóa og Skeiða.

Nokkuð stífur vindstrengur er að norðan við bakka Ölfusár en ekki Björgunarfélagið hefur þó ekki þurft að sinna öðrum útköllum vegna veðursins en þessu.

hotel_Selfoss_fok260112gk_002_106845749.jpg

Fyrri greinSkólahald í heimavistarskóla fellt niður vegna ófærðar
Næsta greinStyrktu HSu um tæpa hálfa milljón króna