
Umhverfisnefnd sveitarfélagsins Árborgar veitti fern verðlaun á degi íslenskrar náttúru í síðustu viku.
Fallegasti garðurinn í Árborg var valinn garðurinn á Tryggvagötu 30 á Selfossi en eigendur hans eru Hafsteinn Kristjánsson, Vilhjálmur Þórðarson og Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Fallegasta fjölbýlið er við Austurveg 39-41 á Selfossi og snyrtilegasta fyrirtækið er GK bakarí við Austurveg 31 á Selfossi.
Þá var Vigfús Eyjólfsson á Selfossi heiðraður fyrir framúrskarandi starf í umhverfismálum en hann hefur verið í fararbroddi plokkara í sveitarfélaginu undanfarin ár.
Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri afhentu viðurkenningarnar.





