Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum var kallað út um klukkan 17:30 vegna erlendra ferðamanna sem höfðu fest bíl sinn inn á veginum inni á Tungufellsdal.
Fólkið var að koma frá Geysi og á leið yfir í Hrunamannahrepp með aðstoð GPS tækis sem sagði þeim að fara þessa leið, sem liggur upp á Hrunamannaafrétt.
Björgunaraðgerðin gekk vel og var bíllinn dreginn upp og ferðamönnunum fjórum fylgt til baka.
Björgunarsveitin Víkverji í Vík var einnig kölluð út í gær þar sem ökumaður hafði fest bíl sinn í sandi við grjótvarnagarðinn sunnan Víkur.