Að undanförnu hefur lögreglunni á Selfossi fengið margar tilkynningar frá almenningi um neyslu fíkniefna og einstaklinga sem eru sagðir stunda sölu á fíkniefnum til ungra einstaklinga.
Í dagbók lögreglunnar þessa vikuna segir að lögreglumenn reyni eftir bestu getu að bregðast við með öllum tiltækum ráðum og lögreglan hvetur alla þá sem búa yfir upplýsingum um fíkniefnaneyslu og sölu fíkniefna að hafa samband.
Kærum vegna fíkniefnaakstur hefur líka fjölgað en einn ökumaður var kærður um helgina og þá hafa alls þrettán ökumenn verið kærðir fyrir fíkniefnaakstur í Árnessýslu frá áramótum, en tveir fyrir ölvunarakstur. Til samanburðar við sama tímabil fyrir ári síðan höfðu þrír verið kærðir fyrir fíkniefnaakstur en ellefu fyrir ölvunarakstur.
Þá var ungur karlmaður var handtekinn í fjölbýlishúsi á Selfossi um hádegisbil síðastliðinn föstudag en frá honum lagði áberandi kannabislykt. Lögreglumenn sem höfðu átt erindi í húsið urðu mannsins varir er hann var í stigagangi á leið út úr húsinu. Við leit á manninum fundust fíkniefni, amfetamín og kannabis. Maðurinn var látinn laus eftir yfirheyrslu.
“Fíkniefnabrekkan er brött og veitir ekki af samstöðu í baráttunni gegn því böli,” segir í dagbók lögreglunnar á Selfossi, sem tekur við upplýsingum í síma 480 1010.