Fíkniefnasali handtekinn

Húsleit var gerð í íbúðarhúsi í Þorlákshöfn í síðustu viku þar sem fannst lítilræði af kannabis og amfetamíni.

Lögreglu höfðu borist ábendingar um að þar væri einstaklingur sem varslaði fíkniefni sem hann útvegaði öðrum.

Einstaklingurinn viðurkenndi brot sitt og mun mál hans verða sent til ákæruvalds sem tekur ákvörðun um framhald.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi en þar er einnig greint frá því að einn ökumaður var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og annar fyrir hraðakstur í liðinni viku.

Fyrri greinBreytingar á strætóleiðum á Suðurlandi
Næsta greinSelfyssingar semja við Sandnes