Fíkniefni fannst við tvær húsleitir

Fíkniefni fundust í tveimur húsleitum á Selfossi í síðustu viku. Í annarri leitinni fundust einnig vigt, söluumbúðir og peningaseðlar.

Í annarri húsleitinni fundust kannabisefni og leifar af hvítum efnum. Grunur leikur á að eigandi efnanna stæði í sölu þar sem einnig fundust búnt af litlum plastpokum sem fíkniefnasalar gjarnan afhenda efnið í til kaupanda.

Lögregla lagði hald á fíkniefnin ásamt vog, umbúðum og peningaseðlum. Rannsókn miðast að því hvort þarna hafi farið fram sala á fíkniefnum eða hvort einungist hafi verið um eigin neyslu að ræða eins og húsráðandi hefur haldið fram.

Í hinni leitinni fundust tæp fimm grömm af amfetamíni, nokkrar töflur af sterum og tól til fíkniefnaneyslu. Íbúðareigandinn gekkst við að eiga og að hafa notað fíkniefnin.

Daginn eftir höfðu lögreglumenn aftur afskipti af þessum sama manni og þá var hann með um fjögur grömm af kannabisefni í vasa sínum.

Fyrri greinInnbrotafaraldur í Þorlákshöfn
Næsta greinDollarar finnast á víðavangi