Fimm ökumenn bifhjóla féllu á hjólum sínum og beinbrotnuðu í þolaksturskeppni sem haldin var í landi Ásgarðs í Skaftárhreppi eftir hádegi síðastliðinn laugardag.
Atvikin áttu sér stað á mismunandi tímum í keppnisbrautinni. Þrír voru fluttir með sjúkrabifreið á sjúkrastofnun en einn var fluttur með þyrlu á Landspítala. Hann var útskrifaður eftir rannsókn þar.
Fimmti hlaut höfuðhögg og vankaðist. Hann var fluttur á heilsugæslustöðina á Kirkjubæjarklaustri til skoðunar.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.