Sigursveinn Þórðarson, markaðsstjóri í Vestmannaeyjum, leiðir lista Hægri grænna í Suðurkjördæmi. Í 2. sæti er Agla Þyri Kristjánsdóttir, grunnskólakennari í Grímsnesi.
Þriðja sæti listans skipar Axel Óli Ægisson, framkvæmdastjóri á Selfossi, Þórarinn Björn Steinsson, nemi í Reykjanesbær er í fjórða sæti og Jón Birgir Indriðason, mælingamaður í Reykjavík skipar fimmta sætið.
Á heimasíðu Hægri grænna kemur fram að flokkurinn er grænn borgara- og millistéttarflokkur, flokkur tíðarandans, raunsæisstjórnmála og umbótasinnaður endurreisnarflokkur.