Fimm fengu umhverfisverðlaun

Í ágústmánuði afhenti Flóahreppur fimm stöðum í sveitarfélaginu viðurkenningu þar sem þeir þóttu skara fram úr vegna snyrtileika.

Atvinnu- og umhverfisnefnd Flóahrepps gerði tillögu um úthlutun umhverfisverðlaunanna þetta árið og samþykkti sveitarstjórn að veita þeim öllum viðurkenningu.

Villingaholtskirkja fékk viðurkenningu fyrir fallega ásýnd og góða umhirðu. Sóknarnefnd Villingaholtskirkju skipa Anna Fía Ólafsdóttir, Sólveig Þórðardóttir og Þórunn Kristjánsdóttir.

Vatnsholt 2 fékk viðurkenningu fyrir mikla uppbyggingu og framfarir á stuttum tíma. Eigendur Vatnsholts eru Jóhann Helgi Hlöðversson og Margrét Ormsdóttir

Seljatunga fékk viðurkenningu sem snyrtilegt býli í fullum rekstri. Eigendur eru Herdís Erna Gústafsdóttir og Haukur Sigurjónsson.

Gaulverjarbæjarskóli fékk viðurkenningu fyrir fallega endurgerð á húsi og snyrtilegt umhverfi. Eigendur eru Oddný Guðmundsdóttir og Gestur Kristinsson.

Árgerði fékk viðurkenningu fyrir snyrtilegan frágang á íbúðarhúsi og umhverfi. Eigendur eru Thelma Dröfn Ásmundsdóttir og Reynir Bjarkason.

Árni Eiríksson, formaður atvinnu- og umhverfisnefndar Flóahrepps og Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri afhentu verðlaunin.

Fyrri greinRallarar í hremmingum á kafi í snjó við Heklu
Næsta greinFrítt í nýja líkamsræktaraðstöðu