Fimm ferðalangar villtir á Sólheimasandi

Björg­un­ar­sveit­in Víkverji í Vík í Mýrdal fann í kvöld fimm ferðalanga sem villst höfðu á Sól­heimas­andi.

mbl.is greinir frá þessu.

Þegar fólkið hringdi í Neyðarlín­una fyrr í kvöld hafði það verið villt í um þrjá klukku­tíma. Björg­un­ar­sveit­ar­menn gátu staðsett fólkið og vel gekk að finna hóp­inn þegar á staðinn var komið.

Fólk­inu var orðið kalt þegar það fannst og fékk að ylja sér í bíl björg­un­ar­sveit­ar­manna áður en för­inni var haldið áfram.

Frétt mbl.is

Fyrri greinÞórsarar fá nýjan leikmann
Næsta greinHalldóra Birta semur við Selfoss