Fimm prestar hafa gefið kost á sér í kjöri til vígslubiskups í Skálholti.
Prestarnir eru sr. Agnes M. Sigurðardóttir, prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi, sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sr. Karl V. Matthíasson, vímuvarnarprestur, sr. Kristján Valur Ingólfsson, sóknarprestur á Þingvöllum og verkefnisstjóri á Biskupsstofu og sr. Sigrún Óskarsdóttir, prestur í Árbæjarkirkju.
Ráðgert er að kosningin hefjist í byrjun apríl og gæti verið lokið um páska. 149 eru á kjörskrá.